Tónlistarsmiðja

Þórdís Heiða Kristsjánsdóttir 

 

Þórdís Heiða útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, tónmenntakennaradeild 1999 og lauk 8. stigi í blokkflautuleik hjá Camillu Söderberg við sama skóla árið eftir. Eftir það fór hún til London og lærði Continuing Professional Development, í Guildhall School of Music and Drama og lauk því haustið 2002. Hún kennir við Salaskóla í Kópavogi, Tónlistarskólanum í Reykjavík og stýrir tónlistarnámskeiðum hjá Hjallastefnunni.

 

Undanfarin ár hefur hún komið að mörgum verkefnum sem eiga það sameiginlegt að vinna skapandi starf og þá mest með börnum.

Má þar nefna Sumartónleika í SkálholtiBarnamenningarhátíð í ReykjavíkÞjóðlagahátíð á SiglufirðiListadaga í Garðabæ, smiðjur í kringum Landnámshelgi í ÁrnesiLandsmót barnakóra og verkefni í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listaháskólann.

 

Hún hefur tekið þátt í Tónlist fyrir alla og heimsótt nær alla grunnskóla Reykjavíkur og Kópavogs með dagskrá sem kallast Virkir þátttakendur.

 

Hóparnir sem hafa tekið þátt í þessu hafa af ýmsu tagi; grunnskólabekkir, tónlistarskólahópar, leikskólabörn, starfsmannahópar í hópefli og þannig mætti lengi telja. Allt með það að markmiði að hver og einn fái að njóta sín og sinna styrkleika í verkefnunum.