Sönghátíðin Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri var haldin árlega 1991-2016. Hún bauð upp á tónleika með klassískri tónlist, ókeypis tónlistarsmiðju fyrir börn og stuðlaði að nýsköpun í tónlist með því að fá eitt tónskáld á hverju ári til að semja nýtt verk til frumflutnings á hátíðinni.
Tónlistarsmiðja fyrir börn
Spennandi og menntandi tónlistarsmiðja fyrir 6-10 ára börn, sem tóku þátt í lokatónleikum hátíðarinnar sunnudaginn 28. júní. Leiðbeinendur voru Þórdís Heiða Kristjánsdóttir og Hildur Guðný Þórhallsdóttir.
Listamenn 2016
Benedikt Kristjánsson, tenór
Valgerður Guðnadóttir, sópran
Bjarni Frímann Bjarnason, víóla og píanó
Hrönn Þráinsdóttir, píanó
Francisco Javier Jáuregui, gítar
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran og listrænn stjórnandi ofl..