Listamenn

Eyjólfur Eyjólfsson, tenór

Víkingur Heiðar Ólafsson, píanó 

Stefán Jón Bernharðsson, horn 

Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla 

Francisco Javier Jáuregui, gítar

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran og listrænn stjórnandi

Víkingur Heiðar Ólafsson, píanó 

Elena Jáuregui, fiðla 

Francisco Javier Jáuregui, klassískur gítar

Robert Brightmore, klassískur gítar

Hugi Guðmundsson, tónskáld

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran og listrænn stjórnandi

Ágúst Ólafsson, baritón

Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanó

Eyjólfur Eyjólfsson, tenór

Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla

Tríó Nordica: 

Auður Hafsteinsdóttir, fiðla 

Bryndís Halla Gylfadóttir, selló 

Mona Kontra, píanó

Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanó

Francisco Javier Jáuregui, gítar

Kristinn H. Árnason, gítar

Karlakór Suðurlands, kórstjóri: Guðjón Halldór Óskarsson

Guðmundur Óli Steingrímsson, tónskáld

Caput:

Bryndís Björgvinsdóttir, selló

Brjánn Ingason, fagott

Greta Guðnadóttir, fiðla

Guðmundur Kristmundsson, víóla

Guðni Franzson, klarinetta

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran og listrænn stjórnandi

Edda Erlendsdóttir, píanó
Elfa Rún Kristinsdóttir, fiðla
Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla
Margrét Árnadóttir, selló

Daníel Bjarnason, píanó og tónskáld
Francisco Javier Jáuregui, gítar
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran og listrænn stjórnandi

Garðar Thór Cortes, tenór

Þóra Einarsdóttir, sópran

Inese Klotiña, píanó

Francisco Javier Jáuregui, gítar

Krystyna Cortes, píanó

Haukur Tómasson, tónskáld

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran og listrænn stjórnandi

Kjartan Sveinsson

Hrólfur Sæmundsson

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Bjarni Thor Kristinsson

Ástríður Alda Sigurðardóttir

Kammerkór Suðurlands

Hilmar Örn Agnarsson

Fransisco Javier Jáuregui

Kvennakórinn Vox Feminae, stjórnandi: Margrét J. Pálmadóttir

Gissur Páll Gissurarson, tenór

Franciso Javier Jáuregui, gítar

Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari

Bára Grímsdóttir, staðartónskáld

Elfa Lilja Gísladóttir, stjórnandi tónlistarsmiðju fyrir börn  

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran og listrænn stjórnandi

 

 

Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari, brautskráðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1979 þar sem kennarar hennar voru Hermína S. Kristjánsson, Jón Nordal og Margrét Eiríksdóttir og stundaði Post Graduate-nám við Guildhall School of Music í London.  Hún hefur síðan starfað á Íslandi við margvísleg störf píanistans, í kammertónlist, meðleik og sem einleikari.  Anna Guðný hefur verið fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 2005 og starfar einnig sem píanóleikari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2009 sem flytjandi ársins.

 

Bára Grímsdóttir (1960), staðartónskáld Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri árið 2013, er tónskáld, söngkona, kórstjóri og tónlistarkennari. Hún útskrifaðist úr Tónfræðideild Tónlistarskólans í Reykjavík 1989, fór til Hollands í framhaldsnám í tónsmíðum og lærði m.a. hjá Louis Andriessen. Bára hefur skrifað fjölda verka fyrir kóra en einnig samið fyrir einleikshljóðfæri, kammerhópa og hljómsveitir. Verk hennar hafa verið flutt á Íslandi og víða um heim. Mörg verka hennar hafa verið hljóðrituð og gefin út á geisladiskum í flutningi ýmissa tónlistarmanna og kóra, þar á meðal, Hljómeykis, Kammerkórs Suðurlands og Vox Feminae.

 

Elfa Lilja Gísladóttir, stjórnandi tónlistarsmiðju Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri 2013, lauk píanókennara- og burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986. Sama ár hélt hún til Austurríkis þar sem hún kynnti sér kennsluaðferðir Carls Orff í tónlistaruppeldi og nam fræði hans við Mozarteum tónlistarháskólann í Salzburg. Vorið 2006 lauk hún meistaragráðu við sama skóla. Elfa Lilja hefur frá árinu 1992 unnið með börnum á öllum aldri í tónlist og hreyfingu; með yngstu börnunum í Kramhúsinu og í leikskólum, með eldri börnum í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og með elstu “börnunum” í Kennaraháskólanum, nú Háskóla Íslands, við endurmenntun í formi fyrirlestra, námskeiða og almennrar tónlistarfræðslu.

 

Gissur Páll Gissurarson, tenór, á langan feril að baki en aðeins ellefu ára þreytti hann frumraun sína í  titilhlutverkinu í Oliver Twist. Árið 2001 hóf  hann nám  við Conservatorio G.B. Martini í Bologna. Fyrsta óperuhlutverk Gissurar  á Ítalíu var Ruiz í óperunni Il Trovatore í Ravenna. Árið 2004 tók hann þátt í uppfærslu á Così fan tutte, undir stjórn Claudio Abbado í Ferrara, Reggio Emilia og Modena. Gissur Páll hefur m.a. sungið  hlutverk Danilos í Kátu ekkjunni, hlutverk Nemorinos í Ástardrykknum og Almaviva í Rakaranum í Sevilla.  Hann hefur einnig sungið í  uppfærslum á Werther eftir Massenet og Les Mammelles de Tiresias eftir Poulenc svo fátt eitt sé nefnt. Í desember 2010 kom út fyrsta sólóplata Gissurar Páls, Ideale, sem hefur verið mjög vel tekið. Árið 2006 tók Gissur Páll þátt í tveimur alþjóðlegum söngvarakeppnum á Ítalíu og vann til verðlauna í þeim báðum. Gissur Páll söng hlutverk Rodolfos í uppsetningu Íslensku óperunnar á La Boheme í vor og var í kjölfarið tilfnefndur til Grímunnar sem söngvari ársins. Gissur Páll hlaut íslensku tónlistarverðlaunin árið 2012 sem klassíski söngvari ársins.

 

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran hefur komið fram á tónleikum vítt og breitt um Evrópu og í Suður-Ameríku í tónleikasölum svo sem Henry le Boeuf Hall í Bozar í Brussel, Auditorio Nacional de Música de Madrid, Teatro Real í Madrid, Glinka sal Fílharmóníunnar í St. Pétursborg, Coliseo í Buenos Aires og Royal Festival Hall í London. Hún hefur sungið m. a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Bachsveitinni í Skálholti, Kammersveitinni Ísafold, Caput, Nordic Affect, Sonor Ensemble, Sinfóníuhljómsveit Madrídar, St Petersburg State Symphony Orchestra og Philharmonia Orchestra í London.

 

Guðrún hefur frumflutt fjölmörg tónverk eftir íslensk og erlend tónskáld, sem sum hver hafa verið samin sérstaklega fyrir hana. Hún hefur sungið í óperum á Spáni, Bretlandi og Íslandi, hlutverk eins og Öskubusku, Dorabellu, Rosinu, Romeo, Prins Orlowsky, Carmen, Sesto, Tónskáldið og titilhlutverkið í Stígvélaða kettinum eftir Montsalvatge í Teatro Real í Madríd.

 

Guðrún stundaði söngnám hjá Rut Magnússon í Tónlistarskólanum í Reykjavík og hjá Lauru Sarti í Guildhall School of Music and Drama í London, en þar hlaut hún meistaragráðu í söng og lauk óperudeild skólans. Hún hefur einnig sótt einkatíma í söng hjá Aliciu Nafé í Madríd. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun í alþjóðlegum söngkeppnum, svo sem Kathleen Ferrier ljóðasöngsverðlaunin í Wigmore Hall í London, ljóðasöngsverðlaunin í alþjóðlegu söngkeppninni í Zamora og Joaquín Rodrigo verðlaunin í Madríd. Hún hefur hlotið Starfslaun listamanna í eitt ár í tvígang.

 

Guðrún hefur sungið inn á geisladiskana: Mitt er þitt – íslensk og spænsk sönglög, Grieg-Schumann, Apocrypha (Íslensku tónlistarverðlaunin) Iepo Oneipo Heilagur Draumur (Editor´s Choice, Gramophone Magazine), Grannmetislög, Unto Us, Sigvaldi Kaldalóns: Ég lít í anda liðna tíð og English and Scottish Romantic Songs for Voice and Guitar. Guðrún er listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri.      www.gudrunolafsdottir.com

 

Spænski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui fæddist í Oxford. Hann hóf nám í klassískum gítarleik sjö ára gamall hjá Kenton Youngstrom í Colburn School of Music í Los Angeles. Hann fluttist svo til Madrídar, þar sem hann lærði hjá Agustín Maruri og Oscar López, en hann sótti einnig námskeið hjá Pepe og Celedonio Romero. Javier lauk síðar Licenciate Diploma frá The Associated Board of the Royal Schools of Music og meistaragráðu frá Guildhall School of Music and Drama í London. Gítarkennarar hans þar voru Robert Brightmore og David Miller, en hann lærði einnig spuna hjá David Dolan og á tíorbu hjá David Miller.

 

Javier hefur komið fram á tónleikum, bæði sem einleikari og flytjandi kammertónlistar, á Spáni, Ítalíu, Möltu, Íslandi, í Englandi, Skotlandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og Suð-Austur Asíu í tónleikasölum svo sem St Martin in the Fields, Konungshöllinni í El Pardo á Spáni, St. James’ Palace og The Linbury Studio Theatre Covent Garden í London og Auditorio Nacional í Madríd. Hann hefur flutt gítarkonserta eftir Vivaldi og Rodrigo (Concierto de Aranjuez) með sinfóníuhljómsveitinni Schola Camerata á Spáni og komið fram sem einleikari með Sonor Ensemble, en þá hljómsveit skipa hljóðfæraleikarar úr Þjóðarsinfóníuhljómsveit Spánar.  Javier kemur reglulega fram með Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur mezzósópran og Elenu Jáuregui fiðluleikara, en þau Elena mynda Roncesvalles dúóið. Javier hefur tekið þátt í verkefnum í tónlistarmenntun á vegum Wigmore Hall í London frá árinu 2001. Hann er einn stjórnenda Festival Internacional de Música de Navarra (FIMNa) á Spáni og kennir klassískan gítarleik við St. Louis University í Madríd, þar sem hann er yfirmaður tónlistardeildarinnar.      www.javierjauregui.com

 

Margrét Jóhanna Pálmadóttir, stjórnandi Vox feminae, hóf tónlistarferil sinn í Hafnarfirði þar sem hún, auk píanónáms, söng með Kór Öldutúnsskóla og kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju. Hún stundaði söngnám við Tónlistarskóla Kópavogs, Tónlistarháskólann í Vínarborg, Söngskólann í Reykjavík og á Ítalíu. Leiðbeinendur hennar voru meðal annarra Elísabet Erlingsdóttir, Svanhvít Egilsdóttir, Þuríður Pálsdóttir, Lina Pagliughi og Eugenia Ratti. Margrét kom fyrst fram sem einsöngvari 12 ára gömul m.a. í útvarpi og sjónvarpi. Hún söng með Þjóðleikhúskórnum í fjögur ár og tók á þeim tíma þátt í ýmsum uppfærslum með honum. Þá starfaði Margrét sem raddþjálfari Pólýfónkórsins og Söngsveitarinnar Fílharmoníu auk ýmissa annarra kóra og söng með sönghópnum Fjórar klassískar á árunum 1994-2000.

 

Margrét stofnaði Vox feminae 1993, sama ár og hún stofnaði Kvennakór Reykjavíkur, en einnig stofnaði hún og stjórnaði Kór Flensborgarskóla, Starfsmanna-kór SFR, Barnakór Grensáskirkju, Senjorítunum, Stúlknakór Reykjavíkur, Gospelsystrum Reykjavíkur, síðar Cantabile  og sönghópnum Aurora. Árið 2000 stofnaði Margrét í félagi við aðra sönghúsið Domus vox í Reykjavík sem sameinar undir einu þaki söngskóla og kórastarfsemi. Margrét hefur unnið mikið frumkvöðla- og hvatningarstarf í þágu stúlkna- og kvennakóra á Íslandi og hlaut fyrir það Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu árið 2004. Þá sæmdi Karl Gustav XVI, konungur Svía, Margréti Riddarakrossi hinnar konunglegu Norðurstjörnu í opinberri heimsókn sinni í september 2004.

 

Kvennakórinn Vox feminae var stofnaður árið 1993 af Margréti J. Pálmadóttur og hefur hún verið listrænn stjórnandi kórsins frá upphafi. Kórinn er til húsa í Sönghúsi kvenna; Domus Vox í Reykjavík sem er eina sönghús íslenskra kvenna og hefur kórinn tekið þátt í því frumkvöðlastarfi frá upphafi. Í sönghúsinu er einnig til húsa kvennakórinn Cantabile og Stúlknakór Reykjavíkur sem Margrét stjórnar einnig. Elsta deild Stúlknakórsins kemur fram á tónleikunum nú með Vox feminae.

 

Trúarleg tónlist ásamt íslenskum þjóðlögum og sönglögum hefur einkennt lagaval kórsins í gegnum tíðina. Vox feminae hefur lagt mikla áherslu á að kynna íslenska kvennakóratónlist með tónleikahaldi ásamt útgáfu geisladiska og hefur kórinn gefið út þrjá geisladiska: Mamma geymir gullin þín (2000), Himnadrottning (2003) og Ave Maria (2006). Kórinn hefur haldið tónleika í Listasafni Íslands, Norræna húsinu, Þjóðmenningarhúsinu og mörgum kirkjum í Reykjavík, m.a. Grensáskirkju, Dómkirkjunni, Hallgrímskirkju, Háteigskirkju svo dæmi séu tekin. Kórinn hefur farið í tónleikaferðir innanlands, og haldið tónleika á Akureyri, Hólum í Hjaltadal, Húsavík, Hellissandi, Reykholti og Skálholti. Þá hefur kórinn farið í tónleikaferðir til útlanda, m.a. til Bretlands, Danmerkur, Ítalíu og Þýskalands.

 

Kórinn vann til silfurverðlauna árið 2000 í VIII. kórakeppninni í flutningi trúarlegrar tónlistar, keppni sem kennd er við tónskáldið Palestrina og haldin í Vatíkaninu í Róm. Á kvenréttindadaginn þann 19. júní 2010 kom út bókin da capo Andartak í ljósi sem fjallar um sögu kórsins í máli og myndum. Bókina prýða myndir af kórkonum ásamt örsögum og hugleiðingum um hlutverk söngsins í lífi þeirra. da capo var gefin út í tilefni af 15 ára starfsafmæli kórsins og er ætlað að veita innsýn í starf kvennakórs á Íslandi og þeirra kvenna sem í honum starfa.   www.voxfeminae.is

Kvennakórinn Vox Feminae, stjórnandi: Margrét J. Pálmadóttir

Gissur Páll Gissurarson, tenór

Franciso Javier Jáuregui, gítar

Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari

Bára Grímsdóttir, staðartónskáld

Elfa Lilja Gísladóttir, stjórnandi tónlistarsmiðju fyrir börn  

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran og listrænn stjórnandi

 

 

Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari, brautskráðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1979 þar sem kennarar hennar voru Hermína S. Kristjánsson, Jón Nordal og Margrét Eiríksdóttir og stundaði Post Graduate-nám við Guildhall School of Music í London.  Hún hefur síðan starfað á Íslandi við margvísleg störf píanistans, í kammertónlist, meðleik og sem einleikari.  Anna Guðný hefur verið fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 2005 og starfar einnig sem píanóleikari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2009 sem flytjandi ársins.

 

Bára Grímsdóttir (1960), staðartónskáld Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri árið 2013, er tónskáld, söngkona, kórstjóri og tónlistarkennari. Hún útskrifaðist úr Tónfræðideild Tónlistarskólans í Reykjavík 1989, fór til Hollands í framhaldsnám í tónsmíðum og lærði m.a. hjá Louis Andriessen. Bára hefur skrifað fjölda verka fyrir kóra en einnig samið fyrir einleikshljóðfæri, kammerhópa og hljómsveitir. Verk hennar hafa verið flutt á Íslandi og víða um heim. Mörg verka hennar hafa verið hljóðrituð og gefin út á geisladiskum í flutningi ýmissa tónlistarmanna og kóra, þar á meðal, Hljómeykis, Kammerkórs Suðurlands og Vox Feminae.

 

Elfa Lilja Gísladóttir, stjórnandi tónlistarsmiðju Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri 2013, lauk píanókennara- og burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986. Sama ár hélt hún til Austurríkis þar sem hún kynnti sér kennsluaðferðir Carls Orff í tónlistaruppeldi og nam fræði hans við Mozarteum tónlistarháskólann í Salzburg. Vorið 2006 lauk hún meistaragráðu við sama skóla. Elfa Lilja hefur frá árinu 1992 unnið með börnum á öllum aldri í tónlist og hreyfingu; með yngstu börnunum í Kramhúsinu og í leikskólum, með eldri börnum í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og með elstu “börnunum” í Kennaraháskólanum, nú Háskóla Íslands, við endurmenntun í formi fyrirlestra, námskeiða og almennrar tónlistarfræðslu.

 

Gissur Páll Gissurarson, tenór, á langan feril að baki en aðeins ellefu ára þreytti hann frumraun sína í  titilhlutverkinu í Oliver Twist. Árið 2001 hóf  hann nám  við Conservatorio G.B. Martini í Bologna. Fyrsta óperuhlutverk Gissurar  á Ítalíu var Ruiz í óperunni Il Trovatore í Ravenna. Árið 2004 tók hann þátt í uppfærslu á Così fan tutte, undir stjórn Claudio Abbado í Ferrara, Reggio Emilia og Modena. Gissur Páll hefur m.a. sungið  hlutverk Danilos í Kátu ekkjunni, hlutverk Nemorinos í Ástardrykknum og Almaviva í Rakaranum í Sevilla.  Hann hefur einnig sungið í  uppfærslum á Werther eftir Massenet og Les Mammelles de Tiresias eftir Poulenc svo fátt eitt sé nefnt. Í desember 2010 kom út fyrsta sólóplata Gissurar Páls, Ideale, sem hefur verið mjög vel tekið. Árið 2006 tók Gissur Páll þátt í tveimur alþjóðlegum söngvarakeppnum á Ítalíu og vann til verðlauna í þeim báðum. Gissur Páll söng hlutverk Rodolfos í uppsetningu Íslensku óperunnar á La Boheme í vor og var í kjölfarið tilfnefndur til Grímunnar sem söngvari ársins. Gissur Páll hlaut íslensku tónlistarverðlaunin árið 2012 sem klassíski söngvari ársins.

 

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran hefur komið fram á tónleikum vítt og breitt um Evrópu og í Suður-Ameríku í tónleikasölum svo sem Henry le Boeuf Hall í Bozar í Brussel, Auditorio Nacional de Música de Madrid, Teatro Real í Madrid, Glinka sal Fílharmóníunnar í St. Pétursborg, Coliseo í Buenos Aires og Royal Festival Hall í London. Hún hefur sungið m. a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Bachsveitinni í Skálholti, Kammersveitinni Ísafold, Caput, Nordic Affect, Sonor Ensemble, Sinfóníuhljómsveit Madrídar, St Petersburg State Symphony Orchestra og Philharmonia Orchestra í London.

 

Guðrún hefur frumflutt fjölmörg tónverk eftir íslensk og erlend tónskáld, sem sum hver hafa verið samin sérstaklega fyrir hana. Hún hefur sungið í óperum á Spáni, Bretlandi og Íslandi, hlutverk eins og Öskubusku, Dorabellu, Rosinu, Romeo, Prins Orlowsky, Carmen, Sesto, Tónskáldið og titilhlutverkið í Stígvélaða kettinum eftir Montsalvatge í Teatro Real í Madríd.

 

Guðrún stundaði söngnám hjá Rut Magnússon í Tónlistarskólanum í Reykjavík og hjá Lauru Sarti í Guildhall School of Music and Drama í London, en þar hlaut hún meistaragráðu í söng og lauk óperudeild skólans. Hún hefur einnig sótt einkatíma í söng hjá Aliciu Nafé í Madríd. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun í alþjóðlegum söngkeppnum, svo sem Kathleen Ferrier ljóðasöngsverðlaunin í Wigmore Hall í London, ljóðasöngsverðlaunin í alþjóðlegu söngkeppninni í Zamora og Joaquín Rodrigo verðlaunin í Madríd. Hún hefur hlotið Starfslaun listamanna í eitt ár í tvígang.

 

Guðrún hefur sungið inn á geisladiskana: Mitt er þitt – íslensk og spænsk sönglög, Grieg-Schumann, Apocrypha (Íslensku tónlistarverðlaunin) Iepo Oneipo Heilagur Draumur (Editor´s Choice, Gramophone Magazine), Grannmetislög, Unto Us, Sigvaldi Kaldalóns: Ég lít í anda liðna tíð og English and Scottish Romantic Songs for Voice and Guitar. Guðrún er listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri.      www.gudrunolafsdottir.com

 

Spænski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui fæddist í Oxford. Hann hóf nám í klassískum gítarleik sjö ára gamall hjá Kenton Youngstrom í Colburn School of Music í Los Angeles. Hann fluttist svo til Madrídar, þar sem hann lærði hjá Agustín Maruri og Oscar López, en hann sótti einnig námskeið hjá Pepe og Celedonio Romero. Javier lauk síðar Licenciate Diploma frá The Associated Board of the Royal Schools of Music og meistaragráðu frá Guildhall School of Music and Drama í London. Gítarkennarar hans þar voru Robert Brightmore og David Miller, en hann lærði einnig spuna hjá David Dolan og á tíorbu hjá David Miller.

 

Javier hefur komið fram á tónleikum, bæði sem einleikari og flytjandi kammertónlistar, á Spáni, Ítalíu, Möltu, Íslandi, í Englandi, Skotlandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og Suð-Austur Asíu í tónleikasölum svo sem St Martin in the Fields, Konungshöllinni í El Pardo á Spáni, St. James’ Palace og The Linbury Studio Theatre Covent Garden í London og Auditorio Nacional í Madríd. Hann hefur flutt gítarkonserta eftir Vivaldi og Rodrigo (Concierto de Aranjuez) með sinfóníuhljómsveitinni Schola Camerata á Spáni og komið fram sem einleikari með Sonor Ensemble, en þá hljómsveit skipa hljóðfæraleikarar úr Þjóðarsinfóníuhljómsveit Spánar.  Javier kemur reglulega fram með Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur mezzósópran og Elenu Jáuregui fiðluleikara, en þau Elena mynda Roncesvalles dúóið. Javier hefur tekið þátt í verkefnum í tónlistarmenntun á vegum Wigmore Hall í London frá árinu 2001. Hann er einn stjórnenda Festival Internacional de Música de Navarra (FIMNa) á Spáni og kennir klassískan gítarleik við St. Louis University í Madríd, þar sem hann er yfirmaður tónlistardeildarinnar.      www.javierjauregui.com

 

Margrét Jóhanna Pálmadóttir, stjórnandi Vox feminae, hóf tónlistarferil sinn í Hafnarfirði þar sem hún, auk píanónáms, söng með Kór Öldutúnsskóla og kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju. Hún stundaði söngnám við Tónlistarskóla Kópavogs, Tónlistarháskólann í Vínarborg, Söngskólann í Reykjavík og á Ítalíu. Leiðbeinendur hennar voru meðal annarra Elísabet Erlingsdóttir, Svanhvít Egilsdóttir, Þuríður Pálsdóttir, Lina Pagliughi og Eugenia Ratti. Margrét kom fyrst fram sem einsöngvari 12 ára gömul m.a. í útvarpi og sjónvarpi. Hún söng með Þjóðleikhúskórnum í fjögur ár og tók á þeim tíma þátt í ýmsum uppfærslum með honum. Þá starfaði Margrét sem raddþjálfari Pólýfónkórsins og Söngsveitarinnar Fílharmoníu auk ýmissa annarra kóra og söng með sönghópnum Fjórar klassískar á árunum 1994-2000.

 

Margrét stofnaði Vox feminae 1993, sama ár og hún stofnaði Kvennakór Reykjavíkur, en einnig stofnaði hún og stjórnaði Kór Flensborgarskóla, Starfsmanna-kór SFR, Barnakór Grensáskirkju, Senjorítunum, Stúlknakór Reykjavíkur, Gospelsystrum Reykjavíkur, síðar Cantabile  og sönghópnum Aurora. Árið 2000 stofnaði Margrét í félagi við aðra sönghúsið Domus vox í Reykjavík sem sameinar undir einu þaki söngskóla og kórastarfsemi. Margrét hefur unnið mikið frumkvöðla- og hvatningarstarf í þágu stúlkna- og kvennakóra á Íslandi og hlaut fyrir það Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu árið 2004. Þá sæmdi Karl Gustav XVI, konungur Svía, Margréti Riddarakrossi hinnar konunglegu Norðurstjörnu í opinberri heimsókn sinni í september 2004.

 

Kvennakórinn Vox feminae var stofnaður árið 1993 af Margréti J. Pálmadóttur og hefur hún verið listrænn stjórnandi kórsins frá upphafi. Kórinn er til húsa í Sönghúsi kvenna; Domus Vox í Reykjavík sem er eina sönghús íslenskra kvenna og hefur kórinn tekið þátt í því frumkvöðlastarfi frá upphafi. Í sönghúsinu er einnig til húsa kvennakórinn Cantabile og Stúlknakór Reykjavíkur sem Margrét stjórnar einnig. Elsta deild Stúlknakórsins kemur fram á tónleikunum nú með Vox feminae.

 

Trúarleg tónlist ásamt íslenskum þjóðlögum og sönglögum hefur einkennt lagaval kórsins í gegnum tíðina. Vox feminae hefur lagt mikla áherslu á að kynna íslenska kvennakóratónlist með tónleikahaldi ásamt útgáfu geisladiska og hefur kórinn gefið út þrjá geisladiska: Mamma geymir gullin þín (2000), Himnadrottning (2003) og Ave Maria (2006). Kórinn hefur haldið tónleika í Listasafni Íslands, Norræna húsinu, Þjóðmenningarhúsinu og mörgum kirkjum í Reykjavík, m.a. Grensáskirkju, Dómkirkjunni, Hallgrímskirkju, Háteigskirkju svo dæmi séu tekin. Kórinn hefur farið í tónleikaferðir innanlands, og haldið tónleika á Akureyri, Hólum í Hjaltadal, Húsavík, Hellissandi, Reykholti og Skálholti. Þá hefur kórinn farið í tónleikaferðir til útlanda, m.a. til Bretlands, Danmerkur, Ítalíu og Þýskalands.

 

Kórinn vann til silfurverðlauna árið 2000 í VIII. kórakeppninni í flutningi trúarlegrar tónlistar, keppni sem kennd er við tónskáldið Palestrina og haldin í Vatíkaninu í Róm. Á kvenréttindadaginn þann 19. júní 2010 kom út bókin da capo Andartak í ljósi sem fjallar um sögu kórsins í máli og myndum. Bókina prýða myndir af kórkonum ásamt örsögum og hugleiðingum um hlutverk söngsins í lífi þeirra. da capo var gefin út í tilefni af 15 ára starfsafmæli kórsins og er ætlað að veita innsýn í starf kvennakórs á Íslandi og þeirra kvenna sem í honum starfa.   www.voxfeminae.is