Um hátíðina

Hátíðin

Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri buðu upp á þrenna tónleika með klassískri tónlist, ókeypis tónlistarsmiðju fyrir börn og stuðlaði að nýsköpun í tónlist með því að fá eitt tónskáld á hverju ári til að semja nýtt verk til frumflutnings á hátíðinni.

Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri voru stofnaðir árið 1991 að frumkvæði Eddu Erlendsdóttur, píanóleikara, sem var listrænn stjórnandi tónleikanna frá upphafi þangað til Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópransöngkona, tók við kyndlinum árið 2006. Hátíðin á ýmsa fastagesti og dregur að tónlistaráhugafólk víðsvegar að, sem kemur á Kirkjubæjarklaustur til að njóta þar tónlistar og náttúrufegurðar undir lok sumarsins.

 

Á annað hundrað tónlistarmanna, íslenskra sem erlendra, hafa komið fram á hátíðinni síðan hún var fyrst haldin, helgina 16. – 18. ágúst árið 1991. Á henni hafa ýmis ný tónverk verið frumflutt og hafa margir af tónleikunum í gegnum árin verið teknir upp af Ríkisútvarpinu. Menningarmálanefnd Skaftárhrepps stendur fyrir hátíðinni.

 

Listrænn stjórnandi: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Formaður Menningarmálanefndar Skaftárhrepps: Þuríður Helga Benediktsdóttir

 

Staðartónskáld:

Hildigunnur Rúnarsdóttir, árið 2016

Páll Ragnar Pálsson, árið 2015

Þóra Marteinsdóttir, árið 2014

Bára Grímsdóttir, árið 2013

Kjartan Sveinsson, árið 2012

Haukur Tómasson, árið 2011

Daníel Bjarnason, árið 2010

Guðmundur Óli Sigurgeirsson, árið 2009

Hugi Guðmundsson, árið 2007

Listrænn stjórnandi

GUÐRÚN JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR mezzósópran hefur komið fram á tónleikum vítt og breitt um Evrópu og í Suður-Ameríku í tónleikasölum svo sem Henry le Boeuf Hall í Bozar í Brussel, Auditorio Nacional de Música de Madrid, Teatro Real í Madrid, Glinka sal Fílharmóníunnar í St. Pétursborg, Coliseo í Buenos Aires og Royal Festival Hall í London. Hún hefur sungið m. a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput, Sonor Ensemble, Sinfóníuhljómsveit Madrídar, St Petersburg State Symphony Orchestra og Philharmonia Orchestra í London. Guðrún hefur sungið í óperum á Spáni, Bretlandi og Íslandi, hlutverk eins og Öskubusku, Dorabellu, Rosinu, Romeo, Prins Orlowsky, Carmen, Sesto, Tónskáldið og titilhlutverkið í Stígvélaða kettinum eftir Montsalvatge í Konunglega óperuhúsinu í Madríd. Guðrún hefur frumflutt fjölmörg tónverk eftir íslensk og erlend tónskáld, sem sum hver hafa verið samin sérstaklega fyrir hana. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun í alþjóðlegum söngkeppnum, svo sem Kathleen Ferrier ljóðasöngsverðlaunin í Wigmore Hall í London og Joaquín Rodrigo verðlaunin í Madríd og hlotið Starfslaun listamanna í eitt ár í tvígang. Guðrún hefur sungið inn á geisladiskana: Mitt er þitt – íslensk og spænsk sönglög, Grieg-Schumann, Apocrypha (sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin), Iepo Oneipo Heilagur Draumur (Editor´s Choice, Gramophone Magazine), Grannmetislög, Barn er oss fætt, Sigvaldi Kaldalóns: Ég lít í anda liðna tíð og English and Scottish Romantic Songs for Voice and Guitar. Guðrún er listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri. www.gudrunolafsdottir.com 

Tónlistarsmiðja

Þórdís Heiða útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, tónmenntakennaradeild 1999 og lauk 8. stigi í blokkflautuleik hjá Camillu Söderberg við sama skóla árið eftir. Eftir það fór hún til London og lærði Continuing Professional Development, í Guildhall School of Music and Drama og lauk því haustið 2002. Hún kennir við Salaskóla í Kópavogi, Tónlistarskólanum í Reykjavík og stýrir tónlistarnámskeiðum hjá Hjallastefnunni.

 

Undanfarin ár hefur hún komið að mörgum verkefnum sem eiga það sameiginlegt að vinna skapandi starf og þá mest með börnum.

Má þar nefna Sumartónleika í Skálholti, Barnamenningarhátíð í Reykjavík, Þjóðlagahátíð á Siglufirði, Listadaga í Garðabæ, smiðjur í kringum Landnámshelgi í Árnesi, Landsmót barnakóra og verkefni í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listaháskólann.

Hún hefur tekið þátt í Tónlist fyrir alla og heimsótt nær alla grunnskóla Reykjavíkur og Kópavogs með dagskrá sem kallast Virkir þátttakendur.

Hóparnir sem hafa tekið þátt í þessu hafa af ýmsu tagi; grunnskólabekkir, tónlistarskólahópar, leikskólabörn, starfsmannahópar í hópefli og þannig mætti lengi telja. Allt með það að markmiði að hver og einn fái að njóta sín og sinna styrkleika í verkefnunum.

Hótel og gististaðir á og í nágrenni Klausturs bjóða gestum hátíðarinnar upp á gistingu og fæði í ýmsum verðflokkum. Um það má fá upplýsingar á síðunni www.visitklaustur.is eða í netfanginu visitklaustur@visitklaustur.is  

 

Icelandair Hotel Klaustur                               

Hótel Laki                                                                                 

Hótel Geirland

Klausturhof Kirkjubæjarklaustri    

Fosshótel Núpar 

Ferðaþjónusta og Sumarhús Hörgslandi 

Systrakaffi 

Tjaldsvæðið Kirkjubæ 2

 

Nonna- og Brynjuhús, ÞykkvabæjarklaustriHvoll GuesthouseHrífunes GuesthouseGlacier View GuesthouseHunkubakkarDalshöfði GuesthouseGiljaland í SkaftártunguSeglbúðirTjaldsvæðið Kleifar 

Tónleikarnir eru haldnir í félagsheimilinu Kirkjuhvoli, Klausturvegi, Kirkjubæjarklaustri.

Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri hafa verið í samstarfi við hátíðirnar Festival Internacional de Música de Navarra www.fimna.org  á Norður-Spáni og Festival Basse Navarre í Suður-Frakklandi http://www.festival-basse-navarre.com/  . Hátíðirnir eiga samstarf um frumflutning á nýjum tónverkum og skipti á tónlistarmönnum.